Mikið hefur verið rætt um skautun í þjóðmálaumræðu og stjórnmálum víða um heim, en nýleg rannsókn vestanhafs bendir til þess að hún eigi líka við á kaffistofunni.

Í ljós kom að 45% Bandaríkjamanna veigra sér orðið við að ræða stjórnmálafrétttir við náungann, hvort sem er af átakafælni eða gremju. Sem sjá má litast það einnig af stjórnmálaviðhorfi, en fólk á miðjunni á léttar um mál við aðra að þessu leyti.

Svipaðra kennda gætir víðar, þó ekki liggi svo nákvæmar rannsóknir fyrir. Nefna má Breta og Brexit-þvargið og ætli ástandið hafi ekki verið svipað á Íslandi þegar Icesave-deilan stóð hæst?