Glitnir sölutryggði allt hlutafé í Skeljungi fyrir 8,7 milljarða króna fyrir Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, í desember 2007.

Í ágúst 2008, rúmu hálfu ári síðar, var 51 prósent af því hlutafé selt á um 1,5 milljarð króna samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Nú stendur yfir söluferli á þeim 49 prósentum í Skeljungi sem enn eru í eigu Íslandsbanka. Talið er líklegt að hægt verði að fá um 500 milljónir króna fyrir hlutinn. Þá verður tap Íslandsbanka á sölutryggingunni hátt á sjöunda milljarð króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .