Verulegt tjón varð í gærkvöldi þegar skip Eimskips lenti í miklu óveðri og ölduhæð á milli Íslands og Færeyja. Þegar skipið fékk á sig brotsjó losnuðu tuttugu 40 feta gámar og fóru í sjóinn.

Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir í samtali við RÚV að menn hjá fyrirtækinu muni ekki eftir því að skip hafi misst svo marga gáma í sjóinn í einu.

Óveðrið var slíkt og ölduhæðin það mikil að ekki var möguleiki fyrir skipverja að ná gámunum aftur upp á skipið. Dettifoss kemur til hafnar í Reykjavík í kvöld.