Austurhöfn-TR hefur í samráði við eigendur sína skipað nýjar stjórnir í eignarhaldsfélaginu Portusi og systurfélagi þess, Situsi, sem orðin eru dótturfélög Austurhafnar-TR eftir að félagið yfirtók verkefnið.

Í stjórn Portusar eru: Pétur J. Eiríksson, Björn Ingi Sveinsson, Björn L. Bergsson, Svanhildur Konráðsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Austurhöfn-TR, sem er félag í eigu ríkis og borgar um byggingu Tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar við Reykjavíkurhöfn.

Þar kemur einnig fram að Portus mun gegnum dótturfélög sín, Totus og Ago, sjá um annars vegar framkvæmdir við Tónlistarhúsið og ráðstefnumiðstöðina og hins vegar undirbúning reksturs og starfsemi í húsinu.

Í stjórn Situsar eru: Pétur J. Eiríksson, Guðrún Valdimarsdóttir og Björn L. Bergsson.

Situs mun eiga aðliggjandi byggingarreiti og sjá um umsýslu þeirra reita.

Þá hefur stjórn Portusar skipað eftirfarandi stjórnir í dótturfélögunum Totusi og Ago:

Í stjórn Totusar eru: Pétur J. Eiríksson. Björn Ingi Sveinsson og Björn L. Bergsson.

Í stjórn Agos eru: Þórunn Sigurðardóttir, Svanhildur Konráðsdóttir og Pétur J. Eiríksson.

Pétur J. Eiríksson hefur verið kjörinn formaður stjórnar Portusar og dótturfélaganna, annarra en Ago, þar sem Þórunn Sigurðardóttir er formaður stjórnar.