Mjög skiptar skoðanir eru á nýjustu myndinni um Díönu prinsessu. Myndin skartar Naomi Watts í aðalhlutverki. Sumir gagnrýnendur dásama myndina en aðrir eru síður en svo hrifnir.

Í síðarnefnda hópnum er til dæmis gagnrýnandi breska blaðsins Miror. Hann segir að myndin sé „ódýr og áreynslulaus“ tilraun. Í myndinni er fjallað um síðustu tvö árin í lífi Díönu en Vilhjálmur og Harry, synir hennar, koma einungis fyrir í einu stuttu atriði. Gagnrýnandi Guardian er heldur ekki sérlega hrifinn.

Gagnrýnandi London Evening Standard, sem fylgist vel með kóngafjölskyldunni og fylgdist vel með Díönu, lofsamar aftur á móti myndina. Hann segir að Naomi Watts standi sig vel í hlutverki sínu. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.