Momentum ehf. og Gjaldheimtan ehf. hafa tekið að sér innheimtu fyrir dótturfélög Skipta hf., en stærstu félög Skipta hérlendis eru Síminn, Míla, Já og Skjárinn. Samningurinn kemur til framkvæmda um áramót.

Í fréttatilkynningu frá Skipti vegna samningsins segir að hann sé niðurstaða verðkönnunar sem Skipti efndi til, þar sem Momentum og Gjaldheimtan áttu hagstæðasta boð, þar sem bæði reyndi á verð og gæði þjónustu.

Kristín Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Skiptum segir í tilkynningunni að með verðkönnuninni hafi nást það mikilvæga markmið að velja til samstarfs fyrirtæki sem stillti gjaldtöku í hóf svo innheimtukostnaði væri haldið í lágmarki fyrir viðskiptavini. Jafnframt tryggir samningurinn að Skipti njóti hagstæðra kjara við innheimtu viðskiptakrafna sinna.

Davíð B. Gíslason, framkvæmdastjóri Gjaldheimtunnar segir í sömu tilkynning samninginn við Skipti mjög ánægjulegt skref fyrir félögin og staðfesti þá miklu vinnu og alúð sem þau hafa lagt í að efla þá þjónustu sem boðin er fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum. “Samningurinn við Skipti endurspeglar það traust sem fyrirtæki leggja á okkur um skilvirka og hagkvæma innheimtu fyrir alla, bæði kröfuhafa og skuldara. Við erum því afar ánægð með það að Skipti sé komið í hóp okkar viðskiptavina og þar með í stækkandi hóp fyrirtækja og sveitarfélaga landsins sem hafa valið okkur til að lækka kostnað sem felst í innheimtu viðskiptakrafna”.