„Hér er engin vinna í gang í dag sem lýtur að skráningu einstakra félaga á markað,“ segir Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka, áður Exista. Klakki er móðurfélag Skipta, móðurfélags Símans, Mílu og Skjásins, VÍS, Lífís og Lýsingar.

Skipti voru skráð í Kauphöllina rétt eftir miðjan mars árið 2008 þrátt fyrir væringar á fjármálamörkuðum. Um stundarfjórðungi eftir að viðskipti hófust gerði Exista hluthöfum tilboð í allt hlutafé og var félagið afskráð í júní sama ár.

Félagið gerði náðu í síðustu viku samkomulagi um heildaruppgjör krafna við þrotabú Kaupþings. Það felur í sér að allar kröfur Klakka á hendur Kaupþingi, m.a. vegna gjaldmiðlaskiptasamninga sem fyrrverandi stjórnendur Exista gerðu við bankann fyrir bankahrunið haustið 2008 ganga upp í kröfur sem bankinn gerði á móti. Við þetta eignast Kaupþing tæpan 20% hlut í Klakka.

Magnús segir niðurstöðuna mjög jákvæða enda nær allar kröfur á Klakka fyrir horn og lítið útistandandi ef frá er krafa frá Glitni. Þá sé komin skýr mynd á hluthafahóp félagsins. Spurður hvort í kjölfar skuldasáttar verði eignir seldar undan hatti Klakka eða áætlanir uppi um skráningu félagsins í heild eða að hluta á hlutabréfamarkað segir Magnús það ekki í kortunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.