*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 25. október 2015 09:15

Skiptum lokið á félagi fyrrum forstjóra VBS

Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í bú Universal Exports. Eigandi félagsins var Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VBS.

Gunnar Ingi Ágústsson
Universal Exports var í eigu Jóns Þórissonar, fyrrverandi forstjóra VBS fjárfestingarbanka.
Haraldur Jónasson

Skiptum er lokið á eignarhaldsfélaginu Universal Exports ehf. en félagið var í eigu Jóns Þórissonar, fyrrverandi forstjóra VBS fjárfestingarbanka. Bú Universal Exports var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun febrúar 2015.

Í tilkynningu sem birtist í Lögbirtingablaðinu segir að skiptum hafi verið lokið í sumar, eða 14. júlí síðastliðinn en ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í búinu. Kröfurnar námu alls tæplega 321 millj­ ón íslenskra króna.

Universal Exports var á sínum tíma á meðal stærstu eigenda í VBS fjárfestingarbanka en félagið átti 3,32% í bankanum samkvæmt ársreikningi 2008, en eins og áður sagði var eigandi félagsins Jón Þórisson, fyrrverandi forstjóri VSB. Viðskiptablaðið greindi frá því um miðjan desember 2012 að slitastjórn VBS hefði krafið Jón Þórisson um 123 milljóna króna greiðslu vegna kúluláns sem hann fékk hjá bankanum í byrjun sumars 2007. Slitastjórnin krafði hann einnig um riftingu á lengingu á gjalddaga á láninu. Lánið var upphaflega á gjalddaga í maí 2009 en í nóvember 2008 þegar árferði á fjármálamörkuðum harðnaði, í nóvember 2008, lengdu Jón og fleiri stjórnendur VSB í lánum sem þeir voru með fram til ársins 2017 auk þess sem persónuleg ábyrgð var felld niður.

Lengt í snörunni

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í maí 2013 að Jóni væri skylt að greiða VBS kröfuna á þeim grundvelli að honum, sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins, væri ekki heimilt að taka þátt í samningagerð milli sín og fyrirtækisins, og sama gilti um undirmenn Jóns.

Víða var pottur brotinn í starfsemi VBS fjárfestingarbanka. Bankinn fékk m.a. neyðarlán úr ríkissjóði í mars 2009 en varð gjaldþrota stuttu seinna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Jón Þórisson VBS
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is