Samninganefndir Skólastjórafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamnin á tíunda tímanum í gær. Fyrri kjarasamningur aðila rann út þann 31. maí síðastliðinn, en félagið hefur því verið kjarasamningslaust í rétt rúmlega 5 mánuði.

Gildistími nýs kjarasamnings er frá 1. júní 2015 til 31. mars 2019 að því gefnu að hann verði samþykktur af félagsmönnum Skólastjórafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um samninginn fer fram dagana 9 til 13. nóvember. Gert er ráð fyrir að kynningarefni um samninginn verði sett á vef mánudaginn 9. nóvember.