Á skiptafundi í dánarbúi Sig­urðar Hjaltested var skorað á Þorstein Hjaltested, móð­ur hans og systkini að skila þeim greiðslum sem þau hafa tekið við vegna eignarnáms í Vatnsendalandi á síðustu árum. Sá hluti erfingja Sigurðar sem unnu dómsmál um að skipa skyldi nýjan skiptastjóra yfir dánarbúinu og að Vatnsendi tilheyrði búinu óskaði enn fremur eftir því að sækja ýmsa hagsmuni í nafni dánarbúsins.

Milljarðamál

Frændfólkið sem á hagsmuna að gæta í skiptum dánarbúsins hefur átt í harðvítugum deilum í um 47 ár, alla tíð síðan Sigurður lést. Þor­ steinn Hjaltested, móðir hans og systkini hafa hagnast verulega á Vatnsendalandi og fengið á þriðja milljarð króna greiddar frá Kópa­ vogsbæ vegna eignarnáms bæj­ arins. Á hinum enda borðsins sitja aðrir erfingjar. Þeir telja, í ljósi nið­urstöðu Hæstaréttar, að greiðslur hafi aldrei átt að renna til Þorsteins, þar sem hann er ekki réttmætur eigandi jarðarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.