Skuldatryggingarálag á skuldir Ríkissjóðs Íslands hefur ekki verið lægra frá því fyrir fall bankanna. Áhættuálagið er nú 259 punktar, samkvæmt upplýsingaveitu Bloomberg.

Til samanburðar er áhættuálag Spánar um 338 punktar og áhættuálag Ítalíu um 238 punktar. Álag á á Ísland hefur lækkað töluvert frá því í byrjun desember en þá stóð það í um 300 punktum.