Íslandsbanki hefur nú selt Urðarhvarf 8 í Kópavogi sem er 14.500 fermetrar skrifstofu- og verslunarhúsnæði í Hvarfahverfinu. Bankinn eignaðist fasteignina árið 2011 eftir skuldauppgjör við fyrri eiganda.

Kaupendur eru Skúli Gunnar Sigfússon, betur þekktur sem Skúli í Subway, fjárfestirinn og byggingaverktakinn Pálmar Harðarson og Hilmar Þór Kristinsson. Í tilkynningu frá bankanum segir að kaupverðið sé trúnaðarmál en húsið var um tíma falt á um 800 milljónir króna.

Byggingin snýr að Breiðholtsbraut en hinum megin við götuna er Víðidalurinn. Húsið er á sex hæðum og er hver hæð um 2.400 fermetrar. Auk skrifstofu- og verslunarrýmis er 9.000 fermetra bílakjallari.

Urðarhvarf 8
Urðarhvarf 8