Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, hyggst stækka 570 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi upp í um 610 fermetra. Samkvæmt tillögu að deiliskipulagsbreytingu verður byggingin stækkuð um 35 fermetra til vesturs og suðurs. Deiliskipulagstillagan er nú í grenndarkynningu.

Mynd af breytingunum sem fylgir deiliskipulagstillögunni sýnir að áformað er að fjarlægja svalir á suðurströnd hússins, sem eru eitt helsta sérkenni þess, en stækka þess í stað gólfflöt neðri hæðar hússins og byggja stóra verönd á efri hæðinni. Neðri hæðin verður hulin gleri sunnan og vestan megin miðað við tillöguna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Uppbygging við Laugaveg kostar milljarða.
  • Afstaða Pírata til Helga Hrafns og Birgittu könnuð.
  • Er kreppa í Noregi?
  • Rætt um fjármögnun fluglestar.
  • Mögulegar nýjar stjörnur sem gætu komið fram á EM.
  • Nálgumst við hápunkt þenslunnar?
  • 158 milljón króna gjaldþrot Regns ehf.
  • Óðinn fjallar um Bretland og ESB.
  • Áhrif EM á fyrirtæki landsins.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um þjóðarstolt.