Í gær hækkaði Sláturhúsið Hellu hf. verð á nautgripaafurðum til bænda um allt að 5,8% og hafa því tveir af þremur stærstu sláturleyfishöfunum hækkað verð sín til kúabænda á stuttum tíma. Fyrr um daginn hafði SS tilkynnt um verðhækkun og breytingu á greiðslufyrirkomulagi. Ljóst er að mikil eftirspurn og lítið framboð af nautakjöti er að hafa veruleg áhrif á verð til bænda.

Sláturhúsin á Suðurlandi greiða nú mun hærri verð til bænda en önnur sláturhús á landinu og eru bændur landsins hvattir til að kynna sér vel bæði verð og greiðslukjör sláturhúsanna áður en ákvörðun er tekin um slátrun.