Breska risafyrirtækið Reckitt Benckiser hefur ákveðið að kaupa bandaríska þurrmjólkur framleiðandann Mead Johnson fyrir 16,6 Bandaríkjadollara. Um er að ræða fyrirtæki sem framleiðir þurrmjólkin handa ungbörnum. Þetta vekur sérstaklega athygli vegna þess að Reckitt Benckise sér um framleiðslu Durex smokka í Bretlandi.

Talsmenn fyrirtækisins segja kaupin lið í því að auka umsvif þess í Kína sem og skref í átt að því að fyrirtækið verði leiðandi í velferð neytenda.

Ýmis fyrirtæki sem framleiða vörur handa ungbörnum og foreldrum hafa litið kínverskan markað hýru auga eftir að kínversk stjórnvöld viku frá löggjöf sinnum sem meinaði íbúum landsins að eignast meira en eitt barn. Lagabreytingin olli m.a. að fæðingartíðnin í landinu var sú hæsta sem þekkst hefur síðustu 100 árin og jókst hún um 7,9%.