Standard & Poor's gefur Íslandsbanka lánshæfiseinkunnina BB+ með stöðugum horfum sem er góð niðurstaða þegar horft er til lánshæfismats íslenska ríkisins, eneinkunnin er aðeins einu þrepi frá íslenska ríkinu.

Í lánshæfismati S&P kemur fram að fyrirtækið telji tekjudreifingu Íslandsbanka góða þar sem tveir þriðju hluti tekna séu vaxtatekjur og að aðrar tekjur séu vel dreifðar á milli tekjusviða. Í matinu kemur enn fremur fram að yfirtökur á árunum 2011 til 2012 hafi styrkt bæði stöðu bankans og afstöðu S&P til stefnu og yfirstjórnar hans.