Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfismat björgunarsjóðs Evrópusambandsins úr AAA í AA+. Lækkunin kemur í framhaldi af lækkunum á nokkurra Evrópuríkja, m.a. Frakklands og Austurríkis, en þau bera ábyrgð á skuldum sjóðsins.

Lækkunin kemur sér illa fyrir Evruríkin þar sem besta mögulega lánshæfismatið, AAA, hefur gert honum auðveldara en ella að fjármagna sig á góðum kjörum.

Matsfyrirtækið sagði í fréttatilkynningu að lánshæfið gæti hækkað ef evruríkin myndu leggja fram frekari tryggingar.  Er ósennilegt að það takist þar sem Wolfgang Schauble fjármálaráðherra Þýskalands sagði í kvöld að ekki kæmi til greina að Þýskaland veitti sjóðnum frekari stuðning.

Standard & Poor's
Standard & Poor's
© Aðsend mynd (AÐSEND)