Seðlabankinn í Ástralíu hefur lækkað stýrivexti og hafa þeir aldrei verið lægri en nú. Vextir voru lækkaðir úr 2,75% í 2,5%, að því er fram kemur á fréttasíðu BBC

Stýrivaxtalækkuninni er ætlað að örva hagvöxt í Ástralíu en hagvaxtarspá var lækkuð í síðustu viku og á sama tíma var því spáð að atvinnuleysi myndi lækka vegna minni hagvaxtar.

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu, boðið fyrir fáeinum dögum til kosninga í landinu. Þær eiga að fara fram þann 7. September næstkomandi.