Greiningardeild Glitnis telur að íslenskir fjárfestar séu að verða ónæmari fyrir fasteignavandanum í Bandaríkjunum því, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, er fyrirsjáanlegt að áhrifin á afkomu bankanna hér á landi eru hverfandi.

Hún gaf út afkomuspá í byrjun júlí og er sú spá óbreytt en hún hljóðaði upp á 45% hækkun á OMXI15 hlutabréfavísitölunni á árinu.

?Þrátt fyrir mikla lækkun undanfarið sem rekja má til annars flokks fasteignalána í Bandaríkjunum gerum við enn ráð fyrir hækkun á verði hlutabréfa á síðari hluta ársins,? segir greiningardeildin.

Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm 6% í síðustu viku. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að verð á hlutabréfum fylgi þróun á erlendum mörkuðum og lækki þannig lítillega.

Greiningardeildin segir að svo virðist sem hlutfall smærri fjárfesta hafi minkað undanfarið á íslenska markaðnum og þannig hlutfall stærri fjárfesta aukist. ?Eðlilegt má teljast að hlutfall smærri fjárfesta á markaðinum hafi dregist saman því alla jafna eru þeir áhættufælnastir. Gera má ráð fyrir að áframhald verði á sveiflum á verði hlutabréfa og því má gera ráð fyrir að samsetning fjárfesta verði óbreytt næstu mánuðina.?