Moody´s tilkynnti í morgun að það hafi sett spænska ríkið á athugunarlista með möguleika á lækkun lánshæfismats.

Moody´s hefur jafnframt sett spænska banka á athugunarlista. Um er að ræða þá banka sem hafa haft besta lánshæfismat meðal þarlendra banka til þessa, Aa2.

Bankarnir eru Banco Santander SA, Banco Bilbao Vizcaya Argentaria SA, CaixaBank SA, which are rated Aa2.  Einnig setti matsfyrirtækið La Caixa and Confederación Española de Cajas de Ahorros, eiganda CixaBank, á athugunarlista,

Hlutabréf Santander, sem er stærsti banki Spánar, hafa lækkað um 2,71% það sem af er morgni. Banco Bilbao hefur lækkað um 3,1% og CaixaBank um 2,91%.