Atvinnuleysi á Spáni mælist nú 11,3% og hefur að sögn BBC ekki verið hærra í 12 ár.

Þar með er mesta atvinnuleysi í Evrópu á Spáni en samkvæmt hagspá Evrópusambandsins var gert ráð fyrir 11,9% atvinnuleysi í október.

Samkvæmt frétt BBC sóttu um 2,8 milljónir manna um atvinnuleysisbætur í október og hafa ekki fleiri sótt um bætur frá því í apríl árið 1996.

Helst fækkar starfsfólki í byggingaiðnaði en samkvæmt nýjust hagtölum dróst hagkerfi Spánar saman um 0,2% á þriðja ársfjórðungi.