*

fimmtudagur, 2. desember 2021
Innlent 8. mars 2015 20:35

Spilar á hljómborð með Basil fursta

Jón Karl Ólafsson er í tveimur hljómsveitum sem spila reglulega opinberlega.

Hlynur Jónsson
Haraldur Guðjónsson

Jón Karl Ólafsson tók við sem framkvæmdastjóri þjónustufyrirtækisins CP Reykjavík í síðustu viku, en hann er jafnframt einn eigenda fyrirtækisins. CP Reykjavík sér um að skipuleggja viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini og varð til við sameiningu þjónustu- og ráðgjafafyrirtækjanna Congress Reykjavík og Practical.

Jón Karl segist hafa stundað áhugamál sín í gegnum áranna rás. „Ég er hluti af tveimur hljómsveitum sem spila reglulega opinberlega, en þar er ég hljómborðsleikari. Önnur hljómsveitin heitir Basil fursti, sem var næstum því fræg á árunum 1978- 1980. Við hættum formlega fyrir mörgum árum en núna er Basil fursti kominn aftur saman eftir öll þessi ár og við „gömlu“ mennirnir hittumst reglulega og spilum saman. Hin sveitin sérhæfir sig í danstónlist – gömlu og nýju dönsunum – og sú hljómsveit hefur spilað reglulega í mörg ár. Þetta gefur manni mikið og það er oft gott að geta skellt sér í annan gír á kvöldin,“ segir Jón Karl.

Nánar er rætt við Jón Karl í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem má nálgast hér.