Rekstur veitingastaðanna Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins gekk vel á síðasta ári. Báðir skiluðu þeir hagnaði, Fiskmarkaðurinn 5,6 milljóna króna hagnaði en Grillmarkaðurinn 4 milljónum króna á sínu fyrsta starfsári.

Á síðasta ári greiddi Fiskmarkaðurinn út rúmlega 23 milljónir króna vegna reksturs ársins 2010 en þá var rúmlega 30 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Stjórn Fiskmarkaðarins leggur til að greiddar verði út 5,4 milljónir á þessu ári vegna reksturs síðasta árs.

Fiskmarkaðurinn er í eigu þeirra Hrefnu Rósu Sætran og Guðbjargar Hrannar Björnsdóttur en Fiskmarkaðurinn á jafnframt helmingshlut í Grillmarkaðnum. Þá eiga þau Guðbjörg Hrönn Björnsdóttir og Guðlaugur Pakpum Frímannsson bæði 25% í Grillmarkaðnum.