*

sunnudagur, 16. júní 2019
Innlent 8. júní 2019 17:02

Starfsfólki Iceland Travel býðst launalaust leyfi

Starfsfólki Iceland Travel hefur verið boðið að draga úr vinnu eða fara í launalaust leyfi frá og með haustinu.

Ritstjórn
Björn Víglundsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Iceland Travel.
Aðsend mynd

Starfsfólki Iceland Travel hefur verið boðið að draga úr vinnu eða fara í launalaust leyfi frá og með haustinu. Þetta kemur fram á vef Túrista. Þessi leið er farin til að mæta fækkun verkefna hjá ferðaskrifstofunni samkvæmt svari frá Icelandair Group, móðurfélagi Iceland Travel. 

Í haust er svo ætlunin að hefja söluferli á fyrirtækinu en það hefur áður komið fram í máli forsvarsmanna Icelandair Group að rekstur ferðaskrifstofunnar hafi verið erfiður undanfarið og áfram séu blikur á lofti.

Iceland Travel hefur lengi verið einn stærsti skipuleggjandi á Íslandsferðum og fyrir nærri tveimur árum síðan stóð til að sameina fyrirtækið við ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line. Sá samruni var gerður með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og þegar hún lá fyrir var hætt við sameiningu. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is