Lagt er til fyrir hluthafafund Straums að hluthöfum fjárfestingarbankans fái greiddar 200 milljónir króna vegna afkomunnar í fyrra. Hagnaður fjárfestingarbankans Straums nam 647 milljónum króna árið 2013 en 203,4 milljónum króna árið 2012.

ALMC á 66,7% hlut í bankanum en starfsmenn það sem út af stendur eða 33,3%.

Fram kemur í ársuppgjöri Straums að Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums, á stærstan hlut starfsmanna í bankanum eða 9,5% hlut. Eignarhlutinn á hann í gegnum einkahlutafélagið Jakás ehf. Miðað við það renna 19 milljónir króna í vasa hans af arðgreiðslunni.

Aðrir hluthafar Straums um síðustu áramót sem nefnd eru í uppgjörinu eru félögin N100 ehf, H3 ehf, Current Holding ehf, NSAV ehf, Atrium Holding ehf, North Holding ehf, Kormákur Invest, ehf og RedRiverRoad ehf. Félögin, sem eru í eigu 15 starfsmanna Straums í fyrra eiga samtals 23,4% hlut í Straumi. Í samræmi við það skipta þau með sér 46,8 milljónum króna.

Aðrir hluthafar eiga svo 0,5% hlut í bankanum.