Norska olíufyrirtækið StatoilHydro hefur stöðvað tímabundið framleiðslu í Kristina olíulindunum á Noregshafi vegna vandræða með sleppibúnað í FF1000S björgunarbátum.

„Það hefur verið uppgötvaður galli í sleppibúnaði nýrra björgunarbáta sem komið hefur verið fyrir á borpallinum Kristin,” segir Eileen Buan yfirmaður vinnslunnar á Kristina svæðinu.

„Þess vegna erum við að framfylgja skipulagðri lokun og fækkun á starfsfólki á borpallinum ein fljótt og örugglega og mögulegt er.”

Nauðsynlegur búnaður er nú að leiðinni á pallinn og munu fara fram prófanir á honum eins fljótt og auðið er. Á meðan ekki er hægt að tryggja fullt öryggi við sleppingu björgunarbátanna verður starfsmönnum fækkað úr 90 í 16.

Daglega er dælt upp um 10 milljónum rúmmetrar af gasi á þessum palli og um 10.000 rúmmetrum af svokölluðu “condensate” sem er efnisríkt gas eða fljótandi vetniskolefni (hydorcarbon). Mögulegt er að umbreyta því í olíu.

Samskonar björgunarbátar af gerðinni FF1000S hefur líka verið komið fyrir á Veslefrikk B borpallinum í Norðursjó. Þegar prófanir voru gerðar á sleppibúnaði bátanna í dag komu í ljós galli í búnaði tveggja af þrem bátum á pallinum. Þetta leiddi til þess að ákveðið var að hætta tímabundið starfsemi og fækkunar á starfsliði á borpallinum Kristin.

Veslefrikk B borpallurinn er aftur á móti tengdur með brú við Veslefrikk A borpallinn þar sem allir björgunarbátar eru í lagi. Vandræði með bátana á B pallinum hafa því ekki áhrif á vinnuna á þessum borpöllum.