KB banka hafa borist gild samþykki við kauptilboði til hluthafa S&F upp á 96,6 milljón hluti eða sem samsvarar um 55,8% af útgefnu hlutafé í breska bankanum. KB banki á þegar 19,5% í S&F og að teknu tilliti til þess sem og óafturkræfra vilyrða um samþykki sem eftir á að framkvæma, þá teljast eigendur 91,5% úgefins hlutafjár í S&F hafa samþykkt tilboðið segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Tilboðstímabilið hefur verið framlengt um tvær vikur til 14.júní en þannig vill til að þá er nákvæmlega ár liðið frá því að KB banki tilkynnti um kaupin á danska bankanum FIH.