Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, bauð sig ekki fram til endurkjörs á aðalfundi sparisjóðsins indó sem fram fór í dag, en hann hefur verið stjórnarformaður félagsins síðastliðinn tvö ár.

Hann kveður tveggja ára stjórnar­setuna með stolti enda kom hann að því að ýta fyrir­tækinu úr vör en nú sé það annarra að fylgja því inn á nýtt æviskeið.

„Þetta er bara svo stórt og mikið verk­efni. Ég er auð­vitað enn að vinna í Kerecis. Indó er núna komið frá því að vera ný­sköpunar­fyrir­tæki yfir í að vera með um 50 þúsund við­skipta­vini,“ segir Guð­mundur Fer­tram spurður um á­kvörðun sína.

„Þannig ég lít svo á að ég hafi komið að því að ýta fyrir­tækinu úr vör og nú er annarra að taka það á­fram,“ bætir hann við.

Indó sótti sér nýverið milljarð með hluta­fjár­aukningu til að fjár­magna næsta legg í inn­reið sinni á ís­lenskan fjár­mála­markað, yfir­dráttar­lán.

„Ég auð­vitað fjár­festi í fé­laginu og tók þátt í þessari milljarðs hluta­fjár­aukningu,“ segir Guð­mundur Fer­tram sem verður á­fram hlut­hafi.

„Ég mun halda á­fram að bakka fyrir­tækið upp,“ segir hann. Guðmundur Fertram hefur fjár­fest tölu­vert upp á síð­kastið og segist ætla að halda því á­fram. „En ég hef ekki hugsað mér að vera sér­fræðingur í stjórnar­setum þannig séð.“

Bene­dikt Arnars­son, fram­kvæmda­stjóri Logos, kemur inn í stjórnina í stað Guð­mundar en hann segir það mjög já­kvætt fyrir indó að fá Bene­dikt inn.

Benedikt Árni Egilsson framkvæmdastjóri Logos og í stjórnarmaður í Indó.
Benedikt Árni Egilsson framkvæmdastjóri Logos og í stjórnarmaður í Indó.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Frá mínum bæjar­dyrum séð þá er þetta stórt og mikið verk­efni. Þetta er hraðast vaxandi banki landsins og það er ekki hægt að vera í stjórn í hjá­verkum. Það er stórt og al­var­legt mál enda er þetta er eftir­lits­skylt fyrir­tæki. Nú kemur Bene­dikt þarna inn í minn stað sem er einn af færustu lög­mönnum landsins og fylgir þessu inn í sitt næsta ævi­skeið,“ segir Guð­mundur Fer­tram að lokum.