Deutsche Bank, stærsti banki Þýska­lands, tapaði 6,7 millj­örðum evra árið 2015, eða um 950 millj­örðum króna.

Þetta kemur fram í óendurskoðuðu uppgjör bankans sem hann birti fyrir stundu. Endanlegt uppgjör verður birt 28 janúar.

Þyngsti kostnaðarliðurinn eru málaferli og bætur þeim tengdum, en alls þurfti bankinn að gjaldfæra um 5,2 milljarða evra vegna þess. Að auki lækkaði eignasafn bankans í verði  á árinu og hann varð fyrir verulegum kostnaði vegna endurskipulagningar.

Afkoman á bankanum er mun  verri en búist hafði verið við. Bankinn hefur ekki sýnt rekstrartap yfir heilt ár frá árinu 2008 þegar bankinn tapaði 3,9 milljörðum evra.

Hlutabréf bankans lækkuðu um 4,86% í þýsku kauphöllinni í dag.