Greiningardeild Íslandsbanka segir að núverandi stöðugleiki á gjaldeyrismarkaði sé sögulegur. Gengi krónunnar hafi verið afar stöðugt frá því í maí á þessu ári eftir að hafa styrkst nokkuð síðastliðinn vetur og fram á vor.

Greiningardeildin segir tímabilið frá því í maí hafa verið lengsta stöðugleikatímabil krónunnar í áratug eða frá árinu 2004 sé miðað við viðskipti vegna gengisvísitölu krónunnar. Stöðugleikinn sé kærkominn, en varanleika hans þurfi þó að skoða með það í huga að framundan séu boðuð skref í afnámi gjaldeyrishafta af hálfu stjórnvalda. Þeim muni fylgja gjaldeyrisflökt og sé stöðugleikinn því tímabundinn.

Nánar má lesa um málið á vefsvæði Íslandsbanka .