Það gera sér eflaust fæstir grein fyrir því hversu umfangsmik- ið fyrirtæki Samskip er á flutningamark- aði í Evrópu. Áætluð velta félagsins á þessu ári er um 530 milljónir evra, eða um 85 milljarðar íslenskra króna og þar af er um fjórðungur þeirrar veltu tengdur starfsemi Samskipa á Íslandi. Fyrir utan það að reka 10 gámaflutningaskip rekur félagið lestarflutningakerfi, á hlut í frystiskipaútgerð, rekur vörumiðstöðvar, frystigeymslur, ógrynni flutningabíla og tæplega 20 þúsund gáma. Starfsmenn Samskipa eru um ellefu hundruð talsins en félagið er með 46 skrifstofur í 24 löndum í Evrópu,og Asíu auk N- og S-Ameríku.

En Samskip hefur, líkt og önnur fyrirtæki, ekki farið varhluta af þeim þrengingum sem dundu yfir á seinnihluta árs 2008 og árið 2009, bæði hér á landi sem og erlendis.

„Það varð gífurlegur samdráttur í flutningum á þessum tíma,“ segir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa. „Velta félagsins dróst saman um rúm 30% á milli áranna 2008- 2009, fór úr 650 milljónum evra í um 430 milljónir evra. Það varð í raun hrun á flestum flutningamörkuðum um allan heim. Staðan var mjög snúin eins og hjá svo mörgum keppinautum félagsins. Margir þeirra enduðu í höndum banka eða í gjaldþroti.“

Nánar er rætt við Ásbjörn í viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.