Samheitalyfjafyrirtækið Watson Pharmaceuticals hefur gert tilboð í samheitalyfjafyrirtækið Andrx, segir greiningardeild Landsbankans.

Kaupverðið nemur um 130.3 milljörðum króna og er allt greitt með reiðufé.

Ef af kaupunum verður mun Watson Pharmaceuticals verða þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtækið í heiminum. Við það mun Actavis færist niður í fimmta stærsta samheitalyfjafyrirtækið í heiminum en Actavis er sem stendur fjórða stærsta.

Kaupverðið nemur $25 á hlut. Það er 32% yfirverð ef miðað er við markaðsgengi Andrx síðastliðinn mánuð, segir greiningardeildin.

Samkvæmt útreikningum greiningardeildar nemur kaupverðið um 17 sinnum EV/EBITDA.

Til samanburðar keypti Actavis Amide á 8,5 xEV/EIBTDA og Alpharma á 12,9 xEV/EBITDA.

Mikil verðsamkeppni einkennir þennan markað og skiptir því stærðarhagkvæmnin höfuðmáli. Því einkennir mikil samþjöppun markaðinn.

Forsvarsmenn Watson segja að samlegðaráhrifin geti verið um tveir milljarðar á árinu 2006 því þeir sjá tækifæri til samlegðar í sölu- og stjórnunarkostnaði.

Ef kaupin ganga eftir mun Watson vera með um 60 markaðsleyfi í farvatninu en til samanburðar er Actavis með um 30 lyf í farvatninu fyrir árið 2006.

Watson framleiðir mestmegnis þróuð samheitalyf en þó mörkuðu þeir sér sess ofar í virðiskeðjunni þegar þeir markaðssettu þvaglekalyfið Oxytrol í febrúar 2003 sem flokkast sem endurbætt samheitalyfæ

Stjórnarformaður og framkvæmdarstjóri Watson, Dr Allen Chao, segir að styrkur Andrx liggi umfram Watson einkum í getu og tækni til þess að þróa flóknari lyf ásamt dreifingu og afhendingu lyfja.