Hagvöxtur mældist 0,7% í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi, en það er óbreytt frá fyrri fjórðungi og í samræmi við væntingar greiningaraðila, segir í frétt Dow Jones.

Hagvöxtur mældist 2,7% á ársgrundvelli á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 2,6% á öðrum ársfjórðungi.

Hagvöxtur hefur mælst 0,7% nú fjóra mánuði í röð og telja flestir hagfræðingar að það sé tala sem muni verða áfram til lengri tíma, hagvöxtur sé þannig hvorki of mikill né of lítill.

Stöðugur hagvaxtartölur renna stoðum undir spár seðlabankans, sem segir að efnahagur Bretlands sé nú sterkur. Bankinn hefur hækkað stýrivexti tvisvar um 25 prósentustig í haust, og eru vextir bankans nú 5%.

Talið er að í ljósi þessara upplýsinga muni Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, hækka hagvaxtarspá fyrir árið úr 2% í 2,5%.