Fjárfestingafélagið Sund, sem er meðal annars með stærri hluthöfum í FL Group, og Arion safnreikningur eru þeir einu sem koma nýir inn í hóp tíu stærstu hluthafa Skipta, en hlutafjárútboði félagsins lauk í dag. Sund er með 2% hlut í Skiptum og Arion 2,4%. Kaupverð Sunds var um milljarður króna miðað við útboðsgengið 6,64 krónur á hlut.

Það seldist 7,5% af heildarhlutafé Skipta, móðurfélags Símans, í hlutafjárútboðinu en í boði voru 30%. Kaupþing, næststærsti hluthafi Skipta, er seljandi þessa 7,5% hlutar. Eftir útboðið er bankinn skráður fyrir 22,3% hlut en þar af eru 2% vegna framvirka samninga viðskiptavina.

Að öðru leyti breyttist ekki eignarhlutur tíu stærstu hluthafa eftir útboðið.

Í útboðslýsingu Skipta er birtur listi yfir tíu stærstu hluthafa félagsins en eftir útboðið var upplýst um 20 stærstu hluthafana. Þrjú félög sem bera nafn Kaupþings eru á listi yfir 14-19 stærstu hluthafana. Þau eru: Kaupþing ÍS-15 með 0,3% hlut, Kaupþing Heildarvísitölusjóður með 0,1% og Kaupþing Investment Fund – Icelandic Equity með 0,1%.

Þegar Síminn var einkavæddur árið 2005 voru sett skilyrði um að bjóða fram í almennu útboði 30% af hlutafé félagsins og að skrá það á hlutabréfamarkað, sem gert verður næstkomandi miðvikudag. Þessi skilyrði hafa verið uppfyllt.

Áður en ráðist var í útboðið var félagið skráningar hæft í Kauphöllina, bæði hvað varðar fjölda hluthafa og dreifingu þeirra, því félagið var með yfir þúsund hluthafa. Þennan fjölda hlutahafa má að miklu leyti rekja til þess þegar Ríkissjóður seldi lítinn hluta í Landssímanum árið 2001.

Hlutahafalisti yfir 20 stærstu hluthafa eftir útboð:

1. Exista B.V  43,6%

2. Kaupþing banki hf. 22.3%*

3. Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,0%

4. Gildi -lífeyrissjóður 8,0%

5. Arion safnreikningur 2,4%

6. Stafir lífeyrissjóður 2,2%

7. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,2%

8. Sund ehf. 2,0%

9. MP Fjárfestingarbanki hf. 1,9%

10. Imis ehf. 1,9%

11. Lambi ehf. 1,6%

12. Þræðir ehf. 0,6%

13. Elfar Aðalsteinsson 0,3%

14. Kaupþing ÍS-15 0,3%

15. Kaupþing Heildarvísitölusjóður 0,1%

16. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 0,1%

17. Guðmundur A. Birgisson  0,1%

18. Glitnir banki hf. 0,1%

19. Kaupthing Investment Fund - Icelandic Equity 0,1%

20. Lífeyrissjóður Verkfræðinga 0,1%

*Af eignarhlut Kaupþings banka eru 2% vegna framvirkra samninga við viðskiptavini.

Hluthafalisti yfir tíu stærstu hluthafa fyrir útboðið:

1. Exista 43.6%

2. Kaupþing 27.8%

3. Lífeyrissjóður Verslunarmanna 8.0%

4. Gildi lífeyrissjóður 8.0%

5. Stafir lífeyrissjóður 2.2%

6. Sameinaði Lífeyrissjóðurinn 2.2%

7. MP Fjárfestingarbanki 1.9%

8. Imis ehf 1.9%

9. Lambi ehf. 1.6%

10. Þræðir ehf. 0.6%

Tíu stærstu 97.9%

Aðrir 1.027 hluthafar með 2.1% hlut.