Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, fær 924.271 krónu í laun á mánuði. Þetta jafngildir tæplega 25% launahækkun en á síðasta kjörtímabili námu laun sveitarstjórans 740.000 krónum. Ásgeir var sveitarstjóri á síðasta kjörtímabili. Í Aðalskipulagi Mýrdalshrepps fyrir árin 2012 til ársins 2028 sem kynnt var í maí árið 2012 kemur fram að Íbúar Mýrdalshrepps voru 470 talsins í janúar 2011. Íbúar hafa verið flestir um 600 frá því sveitarfélagið varð til í núverandi mynd. Á undanförnum 20 árum hafi þeim fækkað eins og hjá flestum sveitarfélögum á landsbyggðinni. 

Fram kemur í Sunnlenska fréttablaðinu í dag að launakjör og ráðningarsamningur Ásgeirs hafi verið staðfestur á fyrsta fundi sveitarstjórnarinnar eftir sumarfrí. Fulltrúar M-lista, sem er í minnihluta, hafi setið hjá.