Stjórnendur Volkswagen upplýstu undir kvöld, að fyirtækið hafi einnig haft áhrif prófanir á útblæstri bensínbíla. Hingað til hefur verið talið að hneykslið næði aðeins til díselbíla.

Þetta er gríðarlega vond tíðindi fyrir hlutahafa Volkswagen. Stjórnendur samstæðunnar  telja að það muni kosta um 2 milljarða evra, um 280 milljarða króna, að laga vélarnar í um 800 þúsund bifreiðum í Evrópu.

Er það til viðbótar 6,7 milljarða evra gjaldfærslu í september sem olli tapi hjá framleiðandanum í fyrsta sinn í 15 ár.

Að sögn blaðafulltrúa Volkswagen nær málið ekki aðeins til Volkswagen bíla, heldur mögulega einnig Audi, Skoda og Seat.

Rétt eins og í dísel hluta málsins, er um minni bensínvélar að ræða.

Hér má lesa fréttatilkynningu frá stjórn Volkswagen.