*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 20. október 2014 13:33

Svindlari þykist vera Bjarni Ármannsson

Sölusíða fyrir bitcoin notar myndir af Bjarna Ármannssyni til að villa á sér heimildir.

Jóhannes Stefánsson
Skjáskot

Sölusíða fyrir bitcoin rafmyntina notar myndir af Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, til að villa á sér heimildir. Kveðst seljandinn vera fjárfestir með rafmyntir, heita Dr. Heinrich Vollmer og notar andlitsmyndir af Bjarna Ármannssyni í auglýsingum sínum.

Viðkomandi hefur skrifað nokkra pistla um bitcoin undir fölsku flaggi til að reyna að auka trúverðugleika sinn.

Áður hélt seljandinn uppi Twitter aðgangi undir nafninu BTCMarketMaker en notendur miðilsins hafa undanfarna daga lýst óheiðarlegum viðskiptaháttum hans. Hefur aðgangnum því verið lokað.

Viðkomandi hefur ekki brugðist við beiðnum Viðskiptablaðsins sem innti eftir nánari upplýsingum um starfsemina.

 

Aðganginum BTCmarketmaker hefur verið lokað.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is