Það á ekki af samfélagsvefnum Facebook að ganga. Félaginu hefur átt afleitan mánuð á hlutabréfamarkaði og er með bálreiða hluthafa á bakinu. Og nú hefur tæknistjórinn Brett Taylor ákveðið að söðla um og stofna nýtt fyrirtæki. Hann ætlar að hætta hjá Facebook á næstu viku.

Taylor er aðalsprautan á bak við fjölda tækninýjunga Facebook, svo sem Facebook Camera.

Breska útvarpið, BBC, segir brotthvarf Taylors í takti við það sem mátti búast við eftir skráningu félagsins á hlutabréfamarkað sem hafi gert starfsfólk fyrirtækisins að milljónamæringum á einni nóttu.

BBC hefur eftir Taylor að þótt honum þyki sárt að hverfa á braut þá sé hann spenntur fyrir því að stofna nýtt fyrirtæki.