Um sextán prósent þeirra sem skrá sig hjá Nu Skin taka þátt í sölukerfi fyrirtækisins. Þetta kemur fram í svari Nu Skin við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Þetta eru þeir sem fá tekjur á grundvelli fjölþrepamarkaðskerfisins sem fyrirtækið byggir á og vinnur að því að bæta bæði viðskiptavinum og sölumönnum í kerfið. Sölumenn fá aðeins tekjur fyrir vörusölu en ekki fyrir að bæta sölumönnum í kerfið en geta þó haft tekjur af vörusölu þeirra sem þeir bæta við.

Samkvæmt svari Nu Skin greiðir fyrirtækið um það bil 43% af tekjum sínum í sölulaun til sölumanna. Nu Skin svaraði ekki spurningum um hve margir væru í sölumannakerfinu hér á Íslandi en í svari fyrirtækisins segir að á svokölluðu EMEA svæði, sem Ísland er hluti af, sé 4.581 sölumaður og 118.000 virkir þátttakendur.