Í framhaldi af kaupum Promens á Polimoon í desember 2006 hefur fjármögnun vegna kaupanna og endurfjármögnun Polimoon nú verið lokið. Fjármögnunin tryggir einnig að Polimoon getur haldið áfram að vaxa með frekari kaupum á fyrirtækjum segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Í tilkynningunni kemur fram að í tengslum við kaup Promens hf. á Polimoon í desember síðastliðinn hefur fyrirtækið gengið frá endurfjármögnun á lánum Polimoon. Um er að ræða sambankalán undir forystu norska bankans DnB NOR. Aðrir bankar sem koma að fjármögnuinni eru sænski bankinn Nordea og þýski bankinn LBNord. Um er að ræða langtíma fjármögnun á skuldum Polimoon, rekstrarlán og sérstakt lán til að standa straum af frekari fyrirtækjakaupum Polimoon auk lánsfjármögnunar vegna kaupanna sjálfra. Heildarupphæð samningsins nemur 275 miljónum evra, eða 24 milljörðum íslenskra króna.


30 milljónir evra til frekari kaupa

DnB NOR, sem leiðir endurfjármögnunina, hefur verið aðal banki Polimoon á undanförnum árum og tekið þátt í fjármögnun fjöldamargra fyrirtækjakaupa Polimoon undanfarin ár. Hluti af þessu nýja sambankaláni eru 30 milljón evru lán sem Polimoon getur nýtt til frekari fyrirtækjakaupa á næstu 5 árum. Þetta mun gera Polimoon kleift að halda áfram að vaxa með frekari fyrirtækjakaupum. Undanfarin 2 ár hefur Polimoon keypt 12 fyrirtæki og sá vöxtur hefur verið lykillinn að því að gera Polimoon að leiðandi fyrirtæki á sviði plast pakkninga og íhluta fyrir bílaiðnaðinn.

?Það er okkur mikil ánægja að fá stuðning frá svo sterkum og vel þekktum fjármálastofnunum og að hafa gengið frá fjármögnun sem gerir okkur kleift að halda áfram þeirri vaxtarstefnum sem Promens og Polimoon hafa þróað með jafn góðum árangri og raun ber vitni,? segir Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Promens. ?Þessi samningur mun ásamt öflugum stuðningi frá stærsta hluthafa Promens, Atorku Group, gera okkur kleift að halda áfram að styrkja stöðu Promens á markaði fyrir plastvörur.? segir Ragnhildur Geirsdóttir í tilkynningunni.