*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 18. febrúar 2020 11:22

Talsverðar líkur á stöðnun eða samdrætti

Leiðandi hagvísir Analytica lækkaði í janúar. Talsverðar líkur á stöðnun eða samdrætti í efnahagsmálum fyrstu mánuði ársins.

Ritstjórn
Mikil óvissa er um framtíðarhorfur ferðaþjónustunnar samkvæmt hagvísinum.
Haraldur Guðjónsson

Leiðandi hagvísir Analytica lækkaði í janúar auk þess sem tölur fyrir nóvember og desember voru endurskoðaðar niðurávið. Þrátt fyrir að hægt hafi á lækkuninni er enn of snemmt að segja til um hvort botni hagvísisins sé náð og talsverðar líkur á stöðnun eða samdrætti í efnahagsmálum fyrstu mánuði ársins.

„Fjórir af sex undirliðum lækka frá í desember en mest framlag til lækkunar hefur minnkun innflutnings. Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk en mikil óvissa sérstaklega í ferðaþjónustu. Þá eru áfram áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti m.a. tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum,“ segir í frétt Analytica um málið.

Stikkorð: Analytica efnahagur hagvísir