Tap á rekstri færeyska olíufyrirtækisins Atlantic Petrolium nam 76,9 milljónum króna (6,4 milljónum danskra króna) eftir skatta á fyrri helmingi árs, en á sama tímabili í fyrra var tap fyrirtækisins 6,9 milljónir króna (579.382 danskar krónur), segir í tilkynningu Kauphallarinnar.

Tap á öðrum ársfjórðungi nam 48,7 milljónum króna eftir skatta, samanborið við 6,4 milljón króna tap á sama tímabili 2005.

Forstjóri fyrirtækisins, Wilhelm Petersen, sagði að tapið á fyrri hluta árs væri aðeins meira en gert var ráð fyrir, en hann sagði einnig að fyrirtækið hafi staðið við öll þau markmið sem sett voru fyrir tímabilið.

Atlantic Petroleum er skráð í Kauphöll Íslands, en til stendur að fyrirtækið verði einnig skráð í OMX kauphöllina, segir í tilkynningunni.