Kostur lágvöruverðsverslun skilaði um 11,9 milljóna króna tapi á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er talsvert lakari niðurstaða en árið 2011 þegar félagið skilaði hagnaði í fyrsta skipti. Hagnaðurinn nam þá 1,6 milljónum króna.

Í rekstrarreikningi félagsins kemur fram að vaxtagjöld og þóknanir jukust um tæpar 9 milljónir og gengismismunur var neikvæður um 4 milljónir í stað 1,3 milljóna sem skýrir að nokkru leyti lakari rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 36,1 milljón árið 2012 samanborið við 38,5 milljónir árið 2011. Jón Gerald Sullenberger er stærsti eigandi Kosts með 34% hlut en Tómas Gerald Sullenberger, sonur hans, á einnig um 33% hlut í félaginu.