Williams Grand Prix Holdings, félagið sem heldur utan um samnefnt kappaksturslið í Formúlu 1-keppninni, tapaði 5,6 milljónum punda á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir um einum milljarði íslenskra króna. Þetta er einni milljón pundum verri afkoma en á sama tíma í fyrra. Tekjur drógust jafnframt saman á milli ára, fóru úr 64,9 milljónum punda á fyrri hluta síðasta árs niður í 57,7 milljónir punda á þessu ári.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) hefur eftir sir Frank Williams, stofnanda formúluliðsins, að félagið sé þrátt fyrir tapreksturinn á góðri leið. Þrátt fyrir væntingarnar hefur liðinu hins vegar ekki gengið sem skyldi á brautinni með aðeins einn sigur eftir tólf keppnir.