Finnska farsímafyrirtækið Nokia tapaði 929 milljónum evra á fyrstu þremur mánuðum ársins. Fyrirtækið greindi frá þessu í vikunni. Nokia greindi frá því þann 11. apríl síðastliðinn að útlit væri fyrir taprekstur á fyrstu tveimur ársfjórðungum 2012. Tapið var þó meira en búist hafði verið við.

Á sama tíma á síðasta ári var hagnaður fyrirtækisins 344 milljónir evra. Frá þessu segir á vef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Samkvæmt tilkynningu frá Nokia er það samkeppni í farsíðaiðnaði sem orskar lágar sölutölur, sérstaklega í Miðausturlöndum, Afríku og Kína.