Dreifing ráðstöfunartekna árið 2016 breyttist lítið frá fyrra ári samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Gini-stuðullinn var 24,1 en var 24,7 árið 2015 en þar sem breytingin er innan vikmarka er ekki hægt að draga þá ályktun að tekjudreifingin hafi breyst að því er segir í vef Hagstofunnar.

Lágtekjuhlutfallið mældist 8,8% árið 2016 sem er sambærilegt við niðurstöður ársins 2015, 9,2%. Í frétt Hagstofunnar segir að glutfallið hafi verið nokkuð breytilegt á milli ára frá árinu 2011 en sveiflur ekki verið tölfræðilega marktækar frá ári til árs.

Lágtekjuhlutfallið endurspeglar það hlutfall fólks sem er undir lágtekjumörkum en þau eru skilgreind sem 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu.