Barnaheill
Barnaheill
Tekjur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2010 voru 74,2 milljónir króna. Alls 28,8 milljónir voru opinber framlög, 19,7% komu frá félagsmönnum og heillavinum, 11,2 milljónur komu frá sölu jólakort, restin kom frá framlögum frá fyrirtækjum, frá Evrópusambandinu og öðrum framlögum. Fjármunatekjur voru 4,2 milljónir króna.

Stjórn samtakanna ákvað að nota hluta af sjóðum samtakanna í verkefni hérlendis og erlendis á árinu 2010. Gjöld ársins vegna verkefna og reksturs samtakanna voru 94,4 milljónir króna og hér að neðan sést hver skiptingin var. Barnaheill – Save the Children á Íslandi leggja metnað sinn í að nýta tekjur og framlög sem best í þágu barna og halda rekstrarkostnaði í lágmarki. Kostnaður vegna reksturs og fjáröflunar er þó óumflýjanlegur, þar sem það kostar að afla tekna og halda utan um starfið með faglegum og árangursríkum hætti.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru frjáls félagasamtök sem stofnuð voru árið 1989. Þau eiga aðild að Save the Children International en að þeim standa 29 landsfélög sem starfa í 120 löndum. Barnaheill - Save the Children voru stofnuð í Bretlandi árið 1919. Stofnandi þeirra, Eglantyne Jebb, var með þeim fyrstu til að benda á að það væri réttur barna að alast upp í öryggi og friði. Samtökin vinna að mannréttindum barna með því að vera málsvari þeirra, með fræðslustarfi, innlendum og erlendum verkefnum og í gegnum neyðaraðstoð. Icelandair Group, Ikea, Hvíta húsið og Pegasus eru styrktaraðilar Barnaheilla.