Ör­flögu­fram­leiðandinn Nvidia skilaði árs­upp­gjöri eftir lokun markaða vestan­hafs í gær en tekjur fyrir­tækisins jukust um 265% milli ára sam­kvæmt Financial Times.

Tekjurnar voru meiri en spár greiningar­aðila en vonir stóðu til að fé­lagið hefði þénað um 20,4 milljarða dali á fjórða árs­fjórðungi en raunin varð 22,1 milljarðar dala sem sam­svarar um 3000 milljörðum á gengi dagsins.

Gengi Nvidia hefur hækkað um 225% síðast­liðið ár, þar af um 40% á árinu.

Nvidia sendi frá sér af­komu­við­vörun sam­hliða upp­gjöri en fé­lagið býst við því að tekjurnar verði um 24 milljarðar dala á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs.

Fyrir einungis átta mánuðum síðan varð Nvidia fyrsti ör­flögu­fram­leiðandinn til að ná markaðs­virði yfir 1.000 milljarða Banda­ríkja­dali.

Síðan þá hefur virði fé­lagsins næstum tvö­faldast en við lokun markaða í gær nam markaðs­virði fé­lagsins um 1.800 milljörðum dala.

Nvidia er núna þriðja verð­mætasta fyrir­tækið á markaði í Banda­ríkjunum á eftir Micros­oft og App­le.