*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Innlent 24. október 2020 14:01

Tekjur Völku jukust verulega

Hátæknifyrirtækið Valka hagnaðist um 120 milljónir króna á síðasta ári og dróst afkoman saman um 16% milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hátæknifyrirtækið Valka hagnaðist um 120 milljónir króna á síðasta ári og dróst afkoman saman um 16% milli ára. Tekjur samstæðunnar námu 3,2 milljörðum króna og jukust um tæplega 40% milli ára. Rekstrarhagnaður jókst um 18% milli ára og nam 179 milljónum.

Eignir samstæðunnar námu 1,8 milljörðum í lok árs 2019. Skuldir námu þá 600 milljónum og eigið fé tæplega 1,2 milljörðum. Sjóðstreymi samstæðunnar var neikvætt um 267 milljónir árið 2019 en jákvætt um sambærilega fjárhæð árið áður.