Fjallað er um framboð Besta flokksins á vef breska blaðsins Telegraph í dag og er flokkurinn sagður stefna að því að setja komandi kosningar í Reykjavík í uppnám.

Að vísu er notað orðið „upset“ sem í þessu tilfelli gæti líka túlkast þannig að flokkurinn ætli sér að hrista upp í stjórnmálum í borginni.

Telegraph vísar í nýlegar skoðanakannanir þar sem Besti flokkurinn hefur mælst með hreinan meirihluta í Reykjavík. Þá  birtir Telegraph myndband flokksins sem farið hefur víða á netinu í því myndbandi er meðal annars lofað ókeypis handklæðum í sundlaugarnar, ísbirni í Húsdýragarðinn, Disney veröld í Vatnsmýrina og fleiri loforðum sem ættu að vera flestum Reykvíkingum vel kunn.

Sjá umfjöllun Telegraph í heild sinni